Mjúk og spennandi ull sem hefur verið meðhöndluð til að þola þvott í þvottavél!

Innihald: 75% Ull, 25% Polyamide
Garnflokkur: A (23 – 26 lykkjur) / 4 ply / fingering
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 175 metrar
Mælt með prjónastærð: 3,5 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 23 l x 30 umf
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris

Vandað, mjög mjúkt ullargarn í mörgum frábærum litum!

DROPS Delight er 1-þráða garn meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél, styrkt með polyamid. Spennandi garn sem hægt er að nota í fleira en sokka. Hentugt í stærri stykki eins og peysur, sjöl og fylgihluti.

Að auki við fallega handspunna áferð með smá breytingum á þykkt þá skapar “magic print” tæknin sem notuð er til að lita DROPS Delight frábærar litasamsetningar og fallegar litabreytingar. Þetta gerir það að verkum að í sömu einingu getur maður upplifað bæði dökk og ljós afbrigði. Þetta eru engin mistök, heldur hluti af eiginleikum garnsins.

Athugið að myndir eru teknar af sýnirshornum sem eru ca 30 cm á breidd. Útlit á litabreytingum er mismunandi eftir vídd á flík.

Made in EU

Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (vottorð númer 25.3.0099), Standard 100, flokkur I. Þetta þýðir að það hefur verið prófað og er alveg laust við skaðleg efni og er öruggt til notkunar fyrir manneskjur. Flokkur I er í hæsta stigi og það þýðir að garnið hentar fyrir fatnað á börn (á aldrinum 0-3 ára).

Engin vara fannst sem passar við valið.